Óður og Flexa halda afmæli

Óður og Flexa eru engir venjulegir krakkar. Þau eru ofurhetjur sem nota ímyndunaraflið til þess að fljúga. Nú ætla þau að halda ofur skemmtilegt afmæli en getur verið að þau séu búin að tapa ímyndunaraflinu?

Allt í einu birtist þeim óvæntur afmælispakki sem er ekki allur þar sem hann er séður. Áður en þau vita af eru þau komin í ævintýralegt ferðalag með prumpuskrímslum, ósýnilegum geimverum og fljúgandi marglyttum. Þetta litríka ferðalag minnir þau á að ef við notum ímyndunaraflið þarf manni aldrei að leiðast.

Óður og Flexa halda afmæli var frumsýnt 30. janúar 2016 í Borgarleikhúsinu fyrir Íslenska Dansflokkinn.

Höfundar: Þyri Huld Árnadóttir og Hannes Þór Egilsson

Leikstjóri: Pétur Ármansson

Búningar og sviðsmynd: Júlíanna Lára Steingrímsdóttir

Ljós: Jóhann Friðrik Ágústsson

Hljóð: Balvinn Magnússon