Græna ofursúpan frá Ann Wigmore

Græna  ofur Bomban

Mér finnst þetta vera meira eins og grautur en súpa. Eftir að ég var í tvær vikur hjá Ann Wigmore og borðaði þessa súpu tvisar til þrisvar sinnum á dag fann ég svo mikinn mun á líkamanum mínum. Í dag fæ ég mér þessa grænu ofurbombu oftast einu sinni á dag, þá daga sem ég fæ mér hana ekki finn ég hvað líkaminn kallar á hana.

IMG_3209.jpg

Maginn okkar er ekki með tennur, þess vegna er alltaf talað um að tyggja matinn vel. Það er nauðsynlegt fyrir góða meltingu að tyggja matinn vel. Þegar búið er að mauka allan matinn er miklu auðveldara fyrir líkamann að melta og vinna úr næringunni. Þó maturinn sé maukaður er samt nauðsynlegt að tyggja hann því það eru fyrstu skilaboð sem líkaminn sendir um að melting sé að fara að eiga sér stað og það kallar meltingarensímin til starfa.

uppskrift

 • lúka af spíruðum linsubaunum
 • lúka af ertu spírum
 • 1 sellerí stilkur
 • 1 bolli rejuvelac
 • lúka af sólblómagrösum
 • lúka af alfa alfa spírum
 • 2 stilkar af grænkáli
 • 1 sellerí stilkur
 • 1 msk söl
 • 1/2 avocado
 • hálf lúka af kóríander
 • 1/2 epli

Blandið þessu öllu saman í blender þar til mjúkt og kekkjalaust

 • 1/2 epli 
 • smá alfa alfa spírur
 • smá kóríander

Setjið ofaná súpuna og borðið af bestu lyst. Ég lofa ykkur að líkaminn ykkar á eftir að elska þetta.

Mín Græna ofur Bomba

IMG_4392.jpg

Ég er algjörlega háð þessu. Kanillinn setur algjörlega punktinn yfir i-ið!!

 • lúka af linsubauna spírum
 • lúka af kjúklingabauna spírum
 • lúka af alfa alfa spírum
 • lúka af sólblómagrösum
 • 1 bolli Rejuvelac
 • 1 stilkur af sellerí
 • 2 stilkar af grænkáli
 • 1/2 lúka kóríander
 • 1/2 avocado
 • 1 msk söl 
 • 1 msk súrkál

Allt sett í blender og blandað þar til kekkjalaust og mjúkt.

 • 1 epli
 • 1/2 msk kanill

Skerið eplið í bita og setjið yfir grænu ofurbombuna, stráið síðan kanil yfir.

Allir sem hafa fengið að smakka þetta hjá mér trúa því ekki að þetta sé gott, engum hefur fundist þetta vont!! 

thyri arnadottir