Lifandi Granóla

Granóla með hindberja banana ís

Granóla með hindberja banana ís

AFHVERJU AÐ SPÍRA FRÆ?

  • Þegar fræ eru spíruð verða þau svo miklu ríkari af ensímum sem við þurfum til að melta mat.
  • Fræin verða mun auðmeltanlegri sem er betra fyrir líkaman
  • Það má segja að fræ séu í dvala þar til að þau eru spíruð.

Ég hef hvergi á Íslandi fundið granóla sem er spírað eða activited granóla. Þegar ég bjó í New York um tíma var þetta til út um allt, þá er bara að skella í þetta sjálfur. Ég finn mikinn mun á því að borða hnetur eða fræ sem eru ekki spíraðar þau verða svo miklu þyngri í maganum.

Það er mjög auðvelt að spíra fræ. Ég nota í þessa uppskrift graskersfræ, sólblómafræ og bókveitifræ. Þú leggur graskers- og sólblómafræin í bleyti yfir nótt en bókhveitið þarf bara hálftíma. Þegar bókhveitið hefur verið í bleiti í 30 mínútur setur þú það í spírupoka og lætur hanga í sólahring. Graskers og sólblómafræin hanga í 6 klukkutíma. 

SPÍRUN: 

36382797_10155759931065669_1640265374895177728_n.jpg

Leggja 1 bolla af fræjum í bleyti.

36371726_10155759930250669_894496526452129792_n.jpg

Spírupoki til að spíra.

 

UPPSKRIFT:

  • 1 bolli graskersfræ (lögð í bleyti yfir nótt og spíruð í 6-8 klst)
  • 1 bolli sólblómafræ (lögð í bleyti yfir nótt og spíruð í 6-8 klst)
  • 1 bolli bókhveitifræ (lögð í bleyti í 30 mín spíruð í sólahring, þau fást bara í Heilsuhúsinu)
  • 1 msk kanill
  • 1-2 msk möndlusmjör
  • 1 bolli frosin hindber
  • 1/2 bolli frosin hindber

Blandið öllum hráefnunum saman í stóra skál. Brjótið hindberin með puttunum. Best er að nota puttana til að hnoða þessu saman. Takið fram tvær ofnskúffur og setjið bökunarpappír á þær og hellið blöndunni á. Stillið ofninn á 47 gráður og blástur, bakið í 7 klst. Ef þið eigið þurrkofn þá notið þið hann. Ef matur er hitaður yfir 47 gráður missum við næringuna úr honum. Ég nota granóla ofaná jógúrt, ís, pönnukökur eða bara sem snakk.

 

IMG_2293.jpg

Geymist best í glerkrukku

thyri arnadottir