Rejuvelac

Rejuvelac

IMG_4378.jpg

Gull í glasi

Gerjaður ensímisríkur drykkur búinn til úr spíruðu quinoa. Frábært fyrir meltinguna útaf gerjuninni. Rejuvelac bætir fyrir ensímin sem við missum þegar við borðum eldaðan mat. Stórt vandamál í dag er að við erum ekki með nægilega mikið af ensímum í líkamanum sem veldur ýmsum lífsstílssjúkdómum.

Rejuvelac búið til 

37959470_10155824254280669_3183293132590546944_n 2.jpg

Quinoa sett í bleiti

Setjið 1 bolla af quinoa í bleyti yfir nótt. Passið að skola quinoað vel. Notið hreina glerkrukku og spírulok ef þið eigið. Ég hef ekki fundið þau á Íslandi en ég föndraði lok sjálf með því að skera miðjuhlutan úr lokinu og kaupa útsaumsplast og klippti þannig það passaði inn í lokið. Mæli með að kaupa lok á amazon.

38013758_10155824257935669_2509582256142548992_n 2.jpg

Quinoa látið spíra

Skolið vatnið af quinoa-inu vel og látið það standa á ská í þvottagrind eða ofaní skál þar til spírur hafa myndast. Tekur oftast 2-3 daga eða þangað til halinn er orðinn jafn stór og kornið. Skolið spírurnar alltaf á morgnanna og kvöldin. 

37943286_10155824258195669_882020037299273728_n 2.jpg

Vatn sett á quinoað

Þegar quinoað hefur spírast, þ.e. litlir angar myndast útfrá quinoa-inu, fyllið þið krukkuna af vatni og látið hana standa við stofuhita í 2 daga. Skiptið út spírulokinu og setjið tauklút yfir. Þegar þið sjáið þunnt hvítt froðukennt lag efst í vatninu er Rejuvelacið tilbúið.

38392271_10155830579465669_86030844933701632_n 2.jpg

Rejuvelac helt í glerflösku

Setjið spírulokið aftur á krukkuna og hellið þannig vökvanum af og í glerflösku. Gott að nota sígju til að hella í flöskuna. Geymið flöskuna í kæli. Setjið vatn aftur á quinoað gott að setja aðeins minna vatn því spírurnar eru orðnar mildari og geymið yfir nótt. Þetta endurtakið þið einu sinni í viðbót. Það er ekki mikil næring eftir í spírunum sem verða eftir en það er hægt að nota hratið til að gera kex.

Vörur sem ég nota til að búa til Rejuvelac

38139474_10155830597440669_6933800966508511232_n 2.jpg

1. Lífrænt Quinoa - einhverra hluta vegna hefur mér ekki tekist að láta quinoa frá himneskt spíra

2. Glerflaska úr Byggt og Búið

3. Spírulok - græna var keypt á Amazon hitt er heimatilbúið

4. Tauklútur klipptur í fjóra helminga

5. Teygja til að festa tauklútinn á flöskuna

Hvernig á að gera heimagerð spírulok

37969005_10155824254605669_3060837370099138560_n 2.jpg

Nr 1

Plast sem notað er til að gera útsaum, fæst í Litur og Föndur. Klippt eftir lokinu á krukkunni. 

38060884_10155824254730669_1072238314863460352_n 2.jpg

Nr 2

Skerið miðjuhlutan úr lokinu með beittum hníf.

38131545_10155824254815669_2195999452546727936_n 2.jpg

Nr 3

Mælið hvort spírulokið passi ekki inn í hringin og á krukkuna. Getur verið smá basl að skrúfa á krukkuna.

thyri arnadottir