Green Thyri

forn_367.jpg

Upphafið

 

Ég kynntist lifandi fæði fyrir nokkrum árum síðan og það hefur algjörlega breitt lífi mínu. Ég vinn sem dansari og sleit krossband, þar af leiðandi þurfti ég að fara í aðgerð þar sem nýtt krossband var sett í hnéð. Ég náði mjög skjótum og góðum bata, ég tel að mataræðið mitt hafi verið stór partur af því. Þar sem lifandi fæði er bólgueiðandi mataræði og auðvelt fyrir meltinguna. Líkaminn hafði því nægan tíma til að vinna í nýja krossbandinu.

Ég ætla að nýta þessa síðu til að kynna ykkur fyrir þessum lífsstíl með uppskriftum og mínum pælingum um heilbrigðan líffstíl. Við eigum bara einn líkama! Við verðum að hugsa vel um hann.

Allar breitingar taka tíma við erum öll svo vanaföst. Ég heyrði einu sinni að það tekur 21 dag að koma hlutum í vana.

Meltingin verður að vera í góðu lagi hjá okkur! Ef meltingin er í ólægi er svo margt annað sem fer líka í ójafnvægi. það er oft talað um að hafa gut feeling fyrir hlutum.

Mynd: Saga Sig fyrir Íslenska Dansflokkinn