Hormóna bólur (Acne)

Lifandi fæði kemur jafnvægi á hormónakerfi líkamans

Ég byrjaði að fá bólur sem unglingur sem urðu frekar slæmar. Ég fór til læknis og mér var ráðlagt að byrja á pillunni því hún myndi laga húðina. Á þessum tímapunkti vissi ég ekki mikið um pilluna en allir voru að taka hana. Mér leið ekki vel á pillunni, enda kannski ekki skrítið þar sem hún hún hefur áhrif á eðlilega starfsemi líkamans. Húðin varð vissulega betri en ég gat bara ekki verið á pillunni og er ég fegin því í dag að hafa verið svona stutt á henni. Þá tóku við alls konar krem og vörur. Það er til svo mikið af snyrtivörum að það er algjör frumskógur og engin leið að vita hvað virkar og virkar ekki. Ég sveiflaðist úr því að vera slæm og síðan betri en ég var aldrei alveg laus við bólurnar.

Þegar ég var að nálgast þrítugt blossuðu bólurnar upp verr en áður. Ég vissi ekkert hvað ég ætti að gera. Ég vildi ekki taka inn nein lyf heldur laga þetta náttúrulega. Ég las mér til á netinu og sá svo margar greinar um stelpur í nákvæmlega sömu sporum. Þar sem ég var líka á óreglulegum blæðingum fór mig að gruna að þetta stafaði af hormónaójafnvægi. Ég fór að kynna mér hormónakerfi líkamans sem er mjög flókið og auðvelt að koma því í ójafnvægi eins og við lifum í dag.

Hvað getur valdið ójafnvægi í hormónakerfinu:

 • streita
 • álag
 • stress
 • slæmt mataræði
Húðin mín fyrir og eftir

Húðin mín fyrir og eftir

Hvernig verða hormónabólur til (Acne)

Talað er um að það sé beint samband á milli Acne og fituframleiðslu í húðinni. Karlahormónið andrógen er eitt af því sem stjórnar fituframleiðslu húðarinnar. Þegar kynhormónin fara í ójafnvægi framleiðum við konur meira af andrógeni, fituframleiðslan verður meiri, fitukyrtlarnir stíflast og við fáum bólur.

Mín saga

Ég var heppin því á þessum tíma var ég stödd í New York og vissi um konu sem heitir Pratima og vinnur útfrá Ayurveda fræðunum og sérhæfir sig í húðvandamálum. Ég fékk tíma hjá henni og það fyrsta sem hún sagði mér var að hætta að vera svona stressuð. Ég stressuð?! Það passaði ekki - skildi ekki hvað hún var að tala um. Ég gerði yoga á hverjum degi og borðaði hollan mat. Þessi orð hennar festust í huga mér og ég fór að líta inn á við. Já kannski er ég að stressa líkamann minn þó mér finnist ég ekki vera stressuð. Á þessum tíma gerði ég yoga á hverjum morgni kl. 06:00, tók síðan mikla og erfiða æfingu tvisvar á dag. Líkaminn minn var í algjörum yfirsnúningi. Ég var með óreglulegar blæðingar sem segja manni allt um að hormónin séu ekki í lagi. Líkaminn okkar er svo klár og vel hannaður að hann lætur okkur vita - ég fékk allar þessar bólur sem varð til þess að ég fór að pæla í mínum málum.

Pratíma

Að hitta þessa konu var mjög sérstakt. Það er svo mikil ró yfir henni og hún horfði í augun á mér og vissi nákvæmlega hvað var að. Hún er fædd 1939 og það var ótrúlegt að sjá húðina á henni svo unglega. Þarna sat hún með rauða punktinn á milli augnanna og hjálpaði mér að komast til botns á mínum málum. Ayurveda þíðir þekking á lífinu eða langlífi.

High-Res-Pratima-Squared-1.jpg

Pratima

Hún var alin upp í ayurveda fræðum, maturinn sem hún og fjölskylda hennar borðuðu voru eftir fræðunum, hugleiðsla og æfingar til að ná jafnvægi á líkama og sál var dagleg iðkun. 

Pratíma er með spa í New York sem heitir Pratimaskincare. Ég get ekki mælt meira með neinu spai eða andlits meðferðum. Hún selur sínar vörur sem hún býr til og eru aðeins til þarna. https://www.pratimaskincare.com

Eftir heimsókn mína til Pratímu fékk ég nokkrar leiðbeiningar og remedíur sem hún bjó til fyrir mig. Einnig sagði hún mér hvað ég ætti að taka út úr matarræðinu mínu. Ég var orðin vegan og drekk ekki áfengi þannig margt átti ekki við mig. 

 • sjáfarfang
 • mjólk
 • ostur
 • steiktur matur
 • áfengi
 • sykur
 • tómatar
 • paprika
 • kartöflur
 • eggaldinn
 • unnin matvara
 • sítrusávextir

Vitamin sem ég átti að taka inn og remedíur sem Pratíma bjó til

 • Betacarotin 2x á dag
 • Zinc 2x á dag
 • B vítamín 1x á dag
 • D3 vítamín 1x á dag
 • Kaishore guggul 
 • Neemturmeric
 • Arogya
 • Manas

Ég fór eftir þessu í þrjá mánuði og sá mun. En bólurnar voru samt enþá að koma ein og ein.

Annn Wigmore Natural healt institute 

Ég að rækta sólblómagrös hjá Ann Wigmore

Ég að rækta sólblómagrös hjá Ann Wigmore

Það var ekki fyrr en ég fór til Ann Wigmore í Puerto Rico að þetta húðvesen mitt var endanlega úr sögunni. Ég fór í tveggja vikna hreinsun þar sem ég borðaði bara lifandi fæði og hveitigras sett inn um næstum öll göt líkamans!! Já það var allt hreinsað út. Það var eins og líkaminn skipti um ham. Augun mín lýstust upp og húðin hefur aldrei orðið eins mjúk og falleg. Þetta voru bara tvær vikur ég trúði þessu varla. Ég fór aftur til New York en hef alltaf haldið áfram í þessu mataræði sem ég var búin að kynnast.

Havað var það sem ég setti inn í líf mitt?

 • Stórt vatnsglas á morgnanna þega ég vakna með sítrónu eða lime
 • Öndunaræfingar, 10-15 mínútur
 • Hveitigras skot
 • Drykkur með Rejuvelac blönduðu við
 • Borða 90% hráfæði
 • Borða súrkál 2 sinnum á dag
 • Borða spírur og micro greens með matnum

Í dag þráir líkaminn minn ekkert annað en þennan mat. Það er eins og hann kalli á allar spírurnar og gerjaða matinn. Ég er alltaf á reglulegum blæðingum og ég hef ekki fengið bólu. Húðin mín hefur aldrei verið betri. Ég tek ekki inn nein vítamín lengur og líður mjög vel í mínu eigin skinni.

Við getum komið jafnvægi á hormónakerfið okkar án þess að taka inn lyf eða setja eitur á húðina. Í dag geri ég snyrtivörurnar mínar sjálf og styðst við bók sem heitir The Aromatherapy Beauty Guide eftir Danielle Sade. Húðin er stærsta líffærið okkar og við verðum að passa hvað við setjum á hana. 

Það verður annað blog sem ég ætla að sýna ykkur auðveldar og náttúrulegar leiðir til að hreinsa húðin með náttúrulegum vörum eins og hunangi, eplaediki og matarsóda.

thyri arnadottirComment