Allt um Rejuvelac

Allt um Rejuvelac

Ég fæ mér glas af Rejuvelac á hverjum deigi

Ég fæ mér glas af Rejuvelac á hverjum deigi

Rejuvelac er drykkur sem ég lærði að gera þegar ég fór í tvær vikur til Ann Wigmore. Mér líður alltaf eins og ég sé að smyrja magan með góðum gerlum þegar ég drekk Rejuvelac. Það er líka nokkurn veginn það sem ég er að gera, því þetta er gerjaður drykkur. Drykkurinn er búinn til úr vökvanum af spíruðu quinoa. 

Rejuvelac:

  • Hjálpar til við meltingu útaf gerjuninni sem á sér stað. Gerir hægðirnar fullkomnar.
  • Góður vítamíngjafi af A,C,E vítamínum, amínósýrur, einfaldar sykrur og ensím.
  • Fyllir á ensímbirgðir líkamans. Eldaður matur eyðir ensímum en það er stórt heilsuvandamál að við erum ekki með næg ensím í líkamanum.
  • Inniheldur góðar bakteríur sem eru nauðsynlegar fyrir heilbrigðann ristil sem hálpar til við að eyða eitri úr líkamanum.

Ég hef drukkið Rejuvelac á hverjum degi núna í tvö ár. Mér hefur aldrei liðið betur í maganum og húðin mín hefur sjaldan verið betri. Rejuvelac er ein af þremur grunnstoðum í lifandi fæði lífstílnum ásamt hveitigrasi og grænu orkusúpunni. Það er best að drekka Rejuvilac á tóman maga og borða í fyrsta lagi 20 mínútum seinna. Ég fæ mér annaðhvort glas bara með Rejuvelac eða blanda því saman við t.d ávexti eða grænmeti í blender. Eftir þrekæfingar fæ ég mér Raw prótín sem ég blanda við Rejuvilac og banana og set stundum líka smá möndlumjólk. Algjört nammi.

IMG_4364.jpg

Jarðaberja Rejuvelac

1 bolli Rejuvelac

3 jarðaber

1 daðla

1/2 bolli möndlumjólk

IMG_4387 2.jpg

Banana prótín

1 bolli Rejuvelac

1/2 bolli möndlumjólk

prótín (ég nota perform plöntuprótín með saltkaramellu)

1 banani 

Það vefst fyrir sumaum að spíra og búa þetta til. Það er sagt að það taki 21 dag að koma hulutum í vana og ég held að þetta sé mjög góður vani. Ég geri einn skammt sem dugar mér út vikunna. Uppskriftin af Rejuvelac er  undir uppskriftir (linkur) - þar er útskýrt skref fyrir skref hvernig þetta er búið til.

Rejuvelac er líka notað til að búa til osta og jógúrt ég mun setja inn uppskriftir af alls konar góðu sem gert er úr Rejuvelac. Þið sem eruð með magavandamál eða slæma húð mæli ég með að prufa þetta í eina viku og sjá hvernig ykkur líður. 

yfir og út Þyri

thyri arnadottir