Að hugsa um líkamann

Á tímabili var ég oft í einhvers konar átaki þar sem ég hætti að borða hitt og þetta. Eftir átakið fór ég síðan út í búð og keypti mér allt sem ég var búin að banna mér sem verðlaun!! Svona sveiflur fram og til baka eru ekki góðar fyrir líkamann og geta jafnvel orðið byrjunin á einhvers konar átröskun. Við búum í allsnægtar samfélagi þar sem við getum farið út í búð allan sólahringinn og keypt það sem okkur langar í. Eftir mörg ár og marga kúra þá hef ég komist að því að þetta passar ekki fyrir mig. Ég hef tileinkað mér nýjan lífsstíl sem er lifandi fæði, vera í tengingu við líkamann minn og sál. Ég borða mat sem gefur mér orku, hjálpar líkamanum að vinna úr því sem hann þarf að vinna úr og laga það sem hann þarf að laga. Ég neita mér ekki um neitt sem mig langar í. Mig langar aldrei í steiktan mat eða ís úr kúamjólk, í staðin fæ ég mér ís sem ég geri úr frostnum bönunum eða annan vegan ís og finnst hann miklu betri. Ég er ekki að segja að eitt sé rétt og annað rangt, mig langar bara að deila því sem hjálpaði mér að komast á þann stað í lífinu sem mér líður best. 

 100% vegan, 80% Raw

Taka úr mataræðinu:

 • Allur fiskur og kjöt
 • mjólkurvörur
 • egg
 • sykur
 • hrátt kakó (nota carob í staðin)
 • jarðhnetur
 • steiktur matur
 • pasta
 • soya vörur
 • hvítt hveiti
 • kaffi
 • áfengi

 

Borða:

 • grænir drykkir og smoothiar
 • ávextir
 • spírur
 • salat 
 • orkusúpan frá Ann Wigmore
 • gerjaður matur eins og súrkál
 • spíruð fræ og möndlur
 • hnetu/fræ mjólk og ostar
 • avocado
 • ólífur
 • hnetusmör, tahini
 • frækex
 • hráfæðis dessertar 
 • Rejuvelac
 • te
 • sítrónuvatn
 • olíur
 • eplaedik
 • quinoa
 • gufusoðið grænmeti

 

Klassískur dagur:

Vakna milli 06:00-07:00

 • Stórt vatnsglas með sítrónu
 • Hveitigrasskot

Setjast niður og loka augunum, hlusta á andadráttinn telja 10 andadrætti. Segja fallega hluti um sjálfan þig sem þú tekur með þér inn í daginn.

Morgunmatur kl:09:00: Grænn djús, berjasmoothie eða glas af Rejuvilak

Grænn djús

 • tvær gúrkur
 • 6 stilkar af selleri 
 • tvær lúkur af spírum 
 • 2 stilkar af grænkáli
 • bútur af engiferi
 • 1 bolli rejuvelac

Allt sett í djúsvél

Berjasmoothie

 • 1 bolli Rejuvelac
 • 1 tsk macaduft
 • 2 msk hampfræ
 • 1 bolli bláber
 • 1 frosinn banani eða venjulegur

Allt sett í blender og blandað þar til silkimjúkt

 

Millimál kl:11:00

 • Lúka af bláberjum eða epli

Hádeigismatur kl:12:00-13:00: Salat og ein sneið af fræbrauðinu mínu

 • lúka af káli
 • tvær lúkur af spírum (Alfa Alfa og bauna spírur)
 • 1/2 avocado
 • 2 msk súrkál 
 • gúrka

linkur uppskrift af fræbrauði

Milli mál 15:00-16:00: Grænn djús eða staup af hveitigrasi

 • sami og um morguninn

Kvöldmatur 18:00-19:0: Grænmeti með Tahini sósu

 • kúrbítur (skorinn í strimla með mandolíni)
 • 2-3 gulrætur (skornar í strimla með mandolíni)
 • gúrka
 • 1 msk kapers
 • lúka af alfa alfa spírum
 • lúka af spíruðum kjúklinga- eða linsubaunum spírum (eða bæði)

Tahini sósa

 • 1 msk tahini 
 • 1/2 msk eplaedik
 • safi úr einu lime
 • 1 msk næringarger

Öllu hrært saman og sett yfir grænmetið.

Kvöld snarl: hampsjeik eða stórt glas af sítrónu vatni

 • 1/4 bolli hamp fræ
 • 2 bollar vatn
 • 1/2 bolli frosin bláber
 • 1 tsk vanilla

Allt sett í blender

 

Fara snemma að sofa því svefninn skiptir öllu máli ég reyni alltaf að vera komin upp í rúm kl:22:00.

Þetta er gott að prufa í eina viku og sjá hvernig ykkur líður hvort líkaminn ykkar elski þessa orku sem þið eruð að gefa honum. Alltaf gaman að prufa svo sér maður hvort þetta passi fyrir mann eða ekki.

thyri arnadottir