Allt um lifandi fæði

Hvað er lifandi fæði?

Lifandi fæði er matur sem inniheldur mikið af ensímum sem hjálpa líkamanum við að melta mat. Líkaminn á forða af ensímum í sér en ef við hjálpum honum ekki við að viðhalda ensímunum hverfa þau. Hvað gerist þá? Við fáum hægðatregðu og blásum út í maganum. Ensími hjálpa okkur við að melta og taka næringu úr matnum. Þau eru líka nauðsynleg í öllu viðgerðaferli líkamans hvort sem um er að ræða vef, frumur eða líffæri.

Ann Wigmore er mikill frumkvöðull í lifandi fæði. Láttu matinn vera þitt meðal, það eru engir ólæknandi sjúkdómar ef maður býr í tengingu við náttúruna, sagði Ann Wigmore. 

Dæmi um lifandi fæði

 • hveitigras
 • spírur
 • gerjaður matur t.d súrkál
 • möndlur og heslihnetur sem hafa spírað
 • fræ sem hafa spírað

Hvað hefur þessi lífstíll gert fyrir mig? Frá því að ég man eftir mér hef ég alltaf verið með eitthvað magavesen. Það tók langan tíma fyrir mig að finna út hvernig ég átti að losna við útblásin maga eftir hverja máltíð. Ég er alin upp á hefðbundnu íslensku heimili, semsagt alin upp við kjöt- og mjólkurvörur en það var samt alltaf grænmeti með. Ég fattaði snemma að líkaminn vildi ekki kjöt - það voru alltaf rjúpur í jólamatinn hjá mér en þar sem ég gat aldrei borðað þær var jólamaturinn minn því diskur með waldorfsalati og svo auðvitað fullt af eftirmat. Ég hætti að borða kjöt en það var ekki fyrr en ég tók þátt í veganúar 2015 að ég varð 100% vegan og hef verið síðan. Síðasta árið hef ég nánast eingöngu borðað lifandi fæði og það hefur hjálpað mér svo mikið við að ná bata eftir aðgerð á krossbandi. Ég verð aldrei lengur bólgin í maganum og skila af mér fullkomnum hægðum tvisvar á dag. Ég finn mikinn mun á liðunum í líkamanum og allt er svo miklu mýkra. Ég held orkunni uppi allan daginn og er alltaf glöð.

Hvernig er venjulegur dagur hjá mér?

 • 06:00 - 07:00 Vakna. Ég er mjög mikil A manneskja. Fæ mér stórt vatnsglas með sítrónu eða lime. Geri öndunar æfingar og segi falleg orð við sjálfa mig.
 • 07:00-08:00 Fæ mér staup af hveitigrasi og hjóla í vinnuna. Ef ég er í fríi fer ég í hjólatúr og geri síðan æfingar heima.
 • 11:00 Fæ mér Rejuvelak að drekka sem er vökvi úr spíruðu quinoa (sýni ykkur hvernig það er gert í annari færslu).
 • 12:00 Hádeigismatur: stór skála af salati með spírum, gúrku, hálfu avocado, súrkáli og ólífum, hrákex, popkex eða fræbrauðið mitt með með heimagerðum hummus og hinum helmingnum af avocado.
 • 15:00 Epli með tahini, kaldur grautur með berjum, eða skál með kókosjógurti, berjum og möndlusmjöri. Hér fæ ég mér oftast það sem fólk fær sér í morgunmat
 • 18:00-19:00 Kvöldmatur kókosvefja stútfull af spírum og grænmeti auðvita alltaf súrkál með. Ég elska að setja sætar kartöflur í ofn með kryddum og sítrónu safa og dífa þeim í avocado eða tahini sósu.

Ég passa mig að drekka alltaf mikið af vatni og grænum djús. Þetta er hinn fullkomni dagur en dagarnir eru ekki alltaf svona. Ég er algjör sælkeri og leyfi mér bara að vera það.

Konur sem hafa veitt mér innblástur

Fólk sem ég hef séð á internetinu sem er á lifandi fæði og hefur verið það lengi lítur alltaf út fyrir að vera 10-15 árum yngra en það er. Hér eru nokkur dæmi.

24178152_2019563221589385_1650837312340230144_n.jpg

Lynn´s living food

Hún er að nálgast fimmtugt ef hún er ekki orðin það. Hún ræktar allt sjálf heima hjá sér og selur á bændamarkaði í hverfinu sínu. Hún er mjög aktíf á instagram og youtube. Mjög gaman að fylgjast með henni og það er alveg ótrúlegt að hún sé á þessum aldri. instagram:https://www.instagram.com/lynnslivingfoods/

annette-red-smiling.jpg

Annette Larkins

Þessi kona er komin yfir sjötugt. Takið eftir hún er ekki með eitt grátt hár. Það er því hún drekkur hveitigras allavegana einusinni á dag. Hún er með síðu á youtube sem er mjög áhugavert að skoða. Viðtal við hana: https://www.youtube.com/watch?v=LErLxmp6vcA

soak-your-nuts-cleansing-with-karyn.jpg

Karyn Calabrese

Karin er 71 árs gömul, hún hefur talað fyrir lifandi fæði í mörg ár. Hún vann mikið með Ann Wigmore og hjálpar fólki að ná tökum á heilbrigðum lífstíl. Hún hefur skrifað margar bækur og opnað veitingastaði. Hún hefur nokkrum sinnum verið gestur hjá Opru og er mikill frumkvöðull í þessum fræðum. Mæli með að kíkja á hana https://karynraw.com. Hér er líka gamalt viðtal við hana og Ann Wigmore frá árinu 1990: https://www.youtube.com/watch?v=I1-C7PDPPmM

Fyrsta bloggið komið þetta er bara byrjunin. Ég ætla að fara dýpra í allt í kringum lifandi fæði og alla þá hluti sem hafa hjálpað mér að líða betur í líkamanum. Eigið góðan dag yfir og út Þyri.

thyri arnadottir