Á vit

Á vit… býður áhorfendum í ferðalag þar sem dans, tónlist og myndir kalla fram framandi viðbrögð skilningarvitanna. Þetta er óhefðbundið verkefni þar sem nokkrir af fremstu listamönnum Íslands taka höndum saman og leiða okkur inn í veröld – iðandi af lífi og óvæntum uppákomum á vorkvöldi í miðborg Reykjavíkur.

Frumsýnt í Norðurljósasal Hörpu á Listahátíð í Reykjavík 2012

Danshöfundar: Aðalheiður Halldórsdóttir, Ásgeir Helgi Magnússon, Cameron Corbett, Emilía Benedikta Gísladóttir, Hannes Þór Egilsson, Hjördís Lilja Örnólfsdóttir, Inga Maren Rúnarsdóttir, Lovísa Ósk Gunnarsdóttir og Þyri Huld Árnadóttir

Listrænn strórnandi: Katrín Hall

Tónlist: Gus Gus

Ljós: Aðalsteinn Stefánsson

Búningar: Filippía Elísdóttir og Ýr Þrastardóttir